30.9.04

Geggjuð uppskrift

Þetta er frábær og svaka auðveld uppskrift sem ég fann á bloggi cand. psych. nema. Við Björn breyttum henni þó samt örlítið í samræmi við eigin þarfir. Uppskriftin er fyrir fjóra.

4 kjúklingabringur
2-3 tsk Dijon sinnep (við notuðum Dijon hunangssinnep)
Estagon, eftir smekk
2 tsk Bearnaise essence
1 stk kjúklingakraftsteningur (stór)
Rúmlega hálf ferna matreiðslurjómi

Brúnið bringurnar vel og skellið svo ofangreindu út á. Látið malla við meðalhita í um 15 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og salati. Ég mæli með salati með fetaosti og kirsuberjatómötum. Mmmm.

DEAR RECEIVER

You have just received a Norwegian virus. Since we are not so
technologically advanced in Norway, this is a MANUAL virus. Please
delete all the files on your hard disk yourself and send this mail to
everyone you know. Thank you very much for helping me.

Ole Hacker

29.9.04

Ætla þeir að handtaka hálfa þjóðina?

Hald lagt á tölvur og gögn í tólf húsleitum
Ríkislögreglustjórinn lagði, í samstarfi við lögregluembætti um allt land, í gær hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra efni, t.d. kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum, í gegnum Netið. Nokkrir voru handteknir vegna málsins í gær. Upphaf málsins er kærur frá umboðsmönnum rétthafa tónlistar, kvikmynda og tölvuforrita sem og Samtökum myndbandaleigna sem beint var til embættis efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.

Húsleitirnar voru gerðar í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, Árnessýslu og á Ísafirði.

Tengjast aðgerðirnar rannsókn á hópi manna sem grunaðir eru um að hafa komist yfir kvikmyndir, tónlist, tölvuforrit og sjónvarpsþætti á Netinu og vistað efnið hjá sér með ólögmætum hætti og dreift því til annarra. Um er að ræða brot gegn þriðju grein höfundarréttarlaga, að sögn Jóns H.B. Snorrasonar, yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Jón segir lög um dreifingu á kvikmyndum og sambærilegu efni mjög skýr. „Hugverk eru lögvarin og þetta eru slík réttindi sem þarna er um að ræða. Eigandi og höfundur er rétthafi að tónlist og þau réttindi eru lögvarin. Þannig að þetta er ekki vafa undirorpið.“

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má gera ráð fyrir að þúsundir Íslendinga sæki kvikmyndir, tónlist og annað efni í gegnum Netið og dreifi því til annarra. Jón segist ekki geta sagt til um hvað rannsóknin muni ná til margra.

Rannsókn ríkislögreglustjóra lýtur að tólf aðilum sem taldir eru „höfuðpaurar“ í hópi þeirra sem dreifa og sækja efni í gegnum Netið með skipulegum hætti, að sögn Jóns. „Það er eðlilegt að byrja þar. Hvar [rannsóknin] endar er auðvitað ennþá óljóst. Þessi samskipti eru rekjanleg og verða rakin og sönnunargagna aflað með þeim hætti. Þetta er alls ekki óframkvæmanleg réttarvarsla sem við stöndum í.“

Aðgerðirnar í gær eru aðeins upphafið að sögn Jóns. Undirbúningur rannsóknarinnar hefur staðið í nokkra mánuði.

Rúmlega þrjátíu manns komu að aðgerðum ríkislögreglustjóra í gær.

27.9.04

Fullt af sálfræðitenglum

Ætti að gagnast sálfræðinördum. Tengill inn á síðuna er í titli þessa pósts.

Reykingabannsfrumvarp

Loksins, loksins hugsar einhver um okkur óreykingafólkið sem vill ekki fá reyk með matnum sínum, reyk í fötin sín og reyk með krabbameini í kaupbæti!

Reiknistofa bankanna

Haldiði ekki að Reiknistofa bankanna hafi bilað í dag, eina daginn í mánuðinum sem ég gaf mér leyfi til þess að fara í Kringluna. Hékk bara þar í þrjá tíma án þess að geta gert neitt, frekar fúlt :-(

25.9.04

Er sálfræði gervivísindagrein?

Er sálfræði vísindagrein, eða er hún bara í dulargervi vísindagreinar og hefur ekkert fram að færa? Ég veit ekki alveg hvað fólki finnist almennt eða hvaða ástæður liggja að baki skoðunum þeirra.

Ég held að sumir verði fyrir vonbrigðum með sálfræði þegar þeir komast að því að greinin hefur ekki svör á reiðum höndum við öllu sem viðkemur mannlegri hegðun og hugarstarfi. Mér finnst það viðmið í raun heldur ekki sanngjarnt. Tökum dæmi um líffræði. Allir eru sammála um að líffræði er vísindagrein. Samt gerir fólk ekki þær kröfur til líffræði að greinin gefi einhlít svör við spurningum eins og "Hvernig er lífið?" eða "Hvers vegna er til líf?". Fólk vill aftur á móti að sálfræðingar geti svarað spurningum eins og "Hvað stjórnar hegðun?" eða "Af hverju hugsar fólk á tiltekinn hátt?". Sálfræðingar reyna að sjálfsögðu að nálgast svör við þessum spurningum, en þau eru ekki nærri því fullkomin.

Af hverju stafar þessi munur? Hugsanlega er það að einhverju leyti vegna þess að allir eru í rauninni litlir sálfræðingar, sem telja sig vita sitthvað um mannlega hugsun og hegðun. Þeir hafa aftur á móti ekki persónulega reynslu af viðfangsefni ýmissa annarra greina, svo sem efnafræði eða jarðfræði. Það er því kannski ekkert skrýtið að fólk sé líklegra til að segja "Ég held að það sé bara bull sem sálfræðingar segja um hvernig minni virkar." en "Ég held að það sé bara bull sem Einstein segir um afstæði." Hið síðarnefnda þykir líka oft mun merkilegra, þar sem það er ekki á allra færi að vita eitthvað um afstæði en allir hafa (vonandi) minni og vita sitthvað um það.

Sömuleiðis virðist fólk hafa meiri þolinmæði fyrir því að "vísindamenn" rannsaki eitthvað sem ekki er hægt að hagnýta í nánustu framtíð. Það kippir sér enginn upp við það að náttúrufræðingar rannsaki starfsemi hvatbera í mýflugnalirfum eða að stjörnufræðingar rannsaki samsetningu gufuhvolfs stjörnunnar Beta-X-3345, en fólki finnst lítið til þess koma ef sálfræðingur segist rannsaka hvernig athygli dreifist á milli áreita eða hvort hegðun slokkni frekar á hlutastyrkingarsniði eða sístyrkingarsniði (ég tek það fram að hvort tveggja hefur verið hagnýtt).

Ég held satt að segja að slæmt viðhorf til sálfræði orsakist af því að það er svo breitt bil á milli væntinga fólks á því hvað sálfræði eigi að snúast um og hvað sálfræðingar gera í raun og veru. Svo er aftur spurningin hvor aðilinn eigi að breytast, almenningur eða sálfræði...

Hvernig á að velja?

Hvort á ég að fara í nám sem gefur mér mikla atvinnumöguleika og er hagnýtt, eins og próffræði og aðferðafræði, eða rannsóknarmiðað nám sem er ekki hagnýtt en gefur meira tækifæri til að skapa nýja þekkingu og vera creatívur, eins og skynjunarsálfræði? Ég tek það fram að ég hef gaman að hvoru tveggja.

23.9.04

Hversu erfitt er eiginlega hægt að hafa þetta?!?

Díses! Ég var á fundi um nám í Bandaríkjunum áðan, og þvílíkt ferli! Umsókn um skólavist, próftaka, umsókn um vegabréfsáritun og allt sem því fylgir tekur meira en heilt ÁR! Og ekki nóg með það, Björn fær ekki að koma með mér nema hann sé sjálfur að fara í nám eða að við séum gift! Jafnvel þótt hann megi koma með mér þá fær hann ekki atvinnuleyfi. Þetta er svo hrikalega bjánalegt að það er ekki fyndið! Þetta gerir hlutina allverulega flóknari, og ég þarf að hugsa mig mjög vel um áður en ég tek ákvörðun um hvað ég á að gera. Eitt er víst, og það er að ég er EKKI að fara að húka í Bandaríkjunum í heil fimm ár án hans Björns míns, onei!

22.9.04

Búin að skila!

Loksins! Ég hef loksins skilað af mér lokaskýrslunni til Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Árni, umsjónarmaður minn, var mjög ánægður með hana. Hann hvatti mig til þess að fara með verkefnið á ráðstefnu, helst erlendis. 8-O Mér finnst það nú svolítið scary. Örugglega líka erfitt að fá einhvern til að fjármagna það. Sjáum nú samt til. En allavega, þetta er búið. Jibbí!

20.9.04

Human instinct

Ég mæli með BBC-þáttunum Human instinct sem eru sýndir í Sjónvarpinu á mánudagskvöldum. Þátturinn segir frá því hvernig eðlisávísun mannsins hefur áhrif á hegðun hans, og vitnað er í margar tilraunir úr félagssálfræði eða skyldum greinum. Því miður er aðeins einn þáttur eftir, en ég hvet alla til að fylgjast með honum næsta mánudag.

19.9.04

OOOOOOOOOOOJJJJJJJJJJJJJJJ

Oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj!
Það var helvítis BJALLA ofan í kornflexinu mínu, og ég var næstum búin að ÉTA hana!
Oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj!
Ég ætla ALDREI að éta kornflex aftur!
Oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj!

18.9.04

University of Michigan - Cognition and perception

Þetta prógramm virkar áhugavert, og sálfræðideildin í þessum skóla á að vera mjög góð.

The Cognition and Perception program represents a diverse group of faculty and students with research interests in all areas of cognitive science and cognitive neuroscience, including performance, sensation, perception, language, thinking, and problem solving, decision making, and judgment, categorization, learning and memory, attention, and motor control. These research efforts emphasize the creation of fundamental new basic knowledge. However, some effort is also devoted to devising innovative applications of such knowledge to important practical problems, e.g., human-computer interaction, decision aiding, and medical training. The Cognition and Perception program is especially geared toward students who wish to develop skills in mathematics, statistics, neuroscience, or artificial intelligence as well as in psychology. Our program's curriculum offers several specializations that foster these technical skills for use in Formal Modeling, Mathematical Psychology, and other rigorous approaches to research on Cognition and Perception.

Mig langar í partý

...en í staðinn eyði ég tíma í að lesa og skrifa blogg, svo ég geti nú örugglega eytt öllu kvöldinu í að lesa greinar í félagssálfræði.

BNA

Ég er búin að vera að pæla í hvert ég eigi að fara í framhaldsnám. Mig langaði eiginlega mest að fara til Norðurlandanna þar sem þar er svo þægilegt að vera, svo ég fór eitthvað að spyrja Friðrik, kennarann minn og fyrrum boss, hvort hann vissi um einhvern sem gæti bent mér á góða skóla þar. Hann brást snöggur við og sagði mér að ég ætti ekki einu sinni að velta fyrir mér þessum möguleika. Bestu skólarnir væru klárlega í Bandaríkjunum og ég geti fengið einhvern flottan styrk inn í flottan skóla, ekki að ræða annað! Svo ætli ég sé ekki á leiðinni þangað eftir eitt-tvö ár... Ekki beint uppáhaldslandið mitt, en fínt að einhver taki bara svona af skarið og hafi vit fyrir manni, þá þarf maður ekki að velta þessu fyrir sér fram og aftur eins og ég er búin að gera.

17.9.04

Ó mæ godd

Asíski prinsinn er sannarlega... áhugaverður náungi.

Fréttablaðsberar

Hvernig er eiginlega með þetta fólk sem ber út Fréttablaðið? Ég er farin að hallast að því að það sé klikkað upp til hópa. Einn sem bar út hjá okkur kom annað hvort alls ekki með blaðið eða kom með það klukkan fjögur á nóttunni, svo maður gat hrokkið upp með andfælum við skellinn í lúgunni. Nú er einhver annar að bera út, en ekki er hann skárri. Í gær fengum við sama blaðið tvisvar, öðru var hent niður kjallaratröppurnar og var orðið að pappamassa þegar við komum heim til að ná í það (rigning). Hitt fundum við í sturtunni (sem er á móti útidyrahurðinni)! Sá hefur ákveðið að skutla blaðinu duglega inn!

15.9.04

Jói bloggar

Hann Jói er byrjaður að blogga. Ég setti tengil inn á hann hér í titlinum. [Varúð, enn meira nördablogg en gengur og gerist á þessari síðu]

Drulluveik

Ég er bara ansi lasin, hef ekki verið svona lasin lengi. Próf á morgun, svaka skemmtilegt að læra undir það með stíflað nef, hausverk, vot augu, slím í hálsi og kláða í eyrum.

14.9.04

Kvefið

Einu sinni var kvef. Það var mikið kvef. Kvefið átti heima í líkama Heiðu Maríu. Þar fannst því gott að búa. Það ákvað að breiða úr sér, fara í svolítinn leiðangur í hálsinn, kíkja út um augun og heimsækja nef Heiðu Maríu sér til skemmtunar. Já, það er gott að vera kvef.

13.9.04

Svar til mastersnemans í verkfræði

Einhver verkfræðinemi, sem ekki vildi láta nafns síns getið, skrifaði um daginn í blað sálfræðinema þar sem hann drullaði yfir sálfræðinema. Hér er svar Andra vinar míns við grein hans ;-)

Topp 5 þemu í teiknimyndasögum

1. Pabbi útskýrir gang heimsins (Calvin & Hobbes)
2. Phil, prince of insufficient light darns someone to heck (Dilbert)
3. Ég hata mánudaga (Garfield)
4. Calvin býr til snjókarla (Calvin & Hobbes)
5. Útibú fyrirtækisins í leðjulandinu Elboniu (Dilbert)

12.9.04

Snilldarráð

Ég las um snilldarráð við drasli á blogginu hennar Lilju systur. Bara að allir fjölskyldumeðlimir taki 20 mínútur á dag, sem er ekki neitt neitt, í að hamast eins og brjálæðingar við það að taka til. Með þessu móti verður heimilið alltaf skikkanlegt, og fólk losnar við að rífast um hvor taki meira til o.s.frv.

Ur Hávamálum

Hrörnar þöll sú er stendur þorpi á,
hlýr-at henni börkur né barr.
Svo er maður, sá er manngi ann.
Hvað skal hann lengi lifa?

Elsku vinir, það er gott að eiga ykkur að.

10.9.04

Upprisan

Krebið er risið upp frá dauðum.

9.9.04

Noh!

Mín bara vann í getrauninni hjá Óla Palla á Rás 2. Á þess vegna von á pakka von bráðar.

7.9.04

Bjakk

Djöfuls ógeðisveður, mig langar EKKI heim í strætó!

6.9.04

Computational Neuroscience

Þetta er nýjasta nýttið mitt. Með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan er hægt að lesa um Computational Neuroscience (pdf).

5.9.04

Allt er nú til

Gáfnapróf fyrir gæludýr

Hún á afmæl' hún Lilja, hún á afmæl' í dag

Til hamingju systir mín. Koss og knús.

4.9.04

Fyndin tilvitnun

To err is human.
To really screw up you need a computer.
To keep things screwed up you need a government.
-Steve Oualline

Áðan mjálmaði að mér kona

Í næsta húsi við okkur er sambýli geðfatlaðra. Í dag þegar við Björn vorum að ganga að bílnum okkar kom mættum við konu. Hún tók sig til og gelti að Birni og mjálmaði að mér. Frekar fyndið :-)

Þetta minnir mann samt á hvað geðfötluðum er oft lítið sinnt. Eitt nýlegt dæmi er til að mynda um mann á miðjum aldri með alvarlegan geðklofa sem er hættulegur sér og umhverfi sínu og á mjög bágt, en ekkert er hægt að gera því yfirvöldum er ekki heimilt að svipta hann forræði. Það eru margir aðrir í miklum vanda staddir, og það ætti að vera skylda stjórnvalda að gera eitthvað í þeirra málum.

3.9.04

Guðný er lofuð

Hann Orri bað hennar Guðnýjar. Jibbí jey. Til hamingju bæði tvö. Nú fæ ég loksins tækifæri til að gæsa einhvern :D :D :D

2.9.04

Til hamingju Marín (á morgun)

Ég er svo hrædd um að gleyma afmælinu hennar Marínar, sem er á morgun, að ég ætla bara að óska henni til hamingju hér og nú :-)

1.9.04

Áiiiiiiii!

Nú man ég af hverju ég geng aldrei um á háhæluðum skóm. Það er vont! Keypti mér voða fín leðurstígvél (á 1990 kr, pæliði í því) og fór á þeim í skólann í dag. Nú er ég komin heim með a) nuddsár á tám b) náladofa í fótum c) eymsli í iljum.