17.9.04

Fréttablaðsberar

Hvernig er eiginlega með þetta fólk sem ber út Fréttablaðið? Ég er farin að hallast að því að það sé klikkað upp til hópa. Einn sem bar út hjá okkur kom annað hvort alls ekki með blaðið eða kom með það klukkan fjögur á nóttunni, svo maður gat hrokkið upp með andfælum við skellinn í lúgunni. Nú er einhver annar að bera út, en ekki er hann skárri. Í gær fengum við sama blaðið tvisvar, öðru var hent niður kjallaratröppurnar og var orðið að pappamassa þegar við komum heim til að ná í það (rigning). Hitt fundum við í sturtunni (sem er á móti útidyrahurðinni)! Sá hefur ákveðið að skutla blaðinu duglega inn!