24.12.04

Gleðileg jol

Gleðileg jól allir saman :-) Hafið það gott.

17.12.04

Bless, elsku afi minn

Hann afi er dáinn. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir góðum manni. Bless, elsku afi minn.

16.12.04

Víkingakettir

Þetta verðið þið að skoða. Hafið kveikt á hátölurunum.

14.12.04

Búin!!!!!!

Jeeeeeeeey!

10.12.04

Svei mér þá

... ef mér gekk ekki bara ágætlega á þessu prófi. Ekki hefði ég nú trúað því. Og mikið rosalega var ég fegin því að hafa lesið um geðklofa klukkan hálfátta í morgun, því ég gat skrifað heila ritgerðarspurningu út frá þeim lestri. Nú er ég bara að reyna að manna mig upp í að fara aftur að lesa, þar sem næsta próf er á morgun!

9.12.04

Þoli ekki daginn fyrir próf

Ojbara, á morgun er prófið í klínunni. Mér er illt í maganum, ég er að verða ógeðslega syfjuð og ég er ekki búin að fara yfir nærri því allt efnið. Djöfull geta próf verið leiðinleg.

Persónuleikaraskanir

A: Odd-Essentric: Líkjast fólki með geðklofa, en eru ekki algjörlega úr tengslum við raunveruleikann
o Paranoid: Treysta ekki öðrum, og sjá alls staðar vísbendingar um að vantraustið sé réttlætanlegt
o Schizoid: Kaldir og fráhrindandi, hafa engan áhuga á öðru fólki
o Scizotypal: Tilfinningalitlir og eiga í vandræðum með félagsleg samskipti (eins og Schizoid), en aðalvandamálið er skrýtin hugsun:
 Paranoia: Halda að annað fólk vilji gera þeim illt
 Ideas of reference: Halda að tilviljunarkenndir atburðir tengist þeim sérstaklega
 Odd beliefs/magical thinking: T.d. að halda að einhver geti lesið hugsanir þeirra
 Illusions: Næstum eins og ofskynjanir. Sjá t.d. fólk í mynstrinu á veggfóðrinu
 Að auki: Skrýtið eða brenglað tal, skrýtin hegðun (sem tengist oft skrýtinni hugsun), litlar tilfinningar eða tilfinningar sem passa ekki við aðstæður
 Er því mjög líkt geðklofa, og er e.t.v. á geðklofarofinu, en ekki eins alvarlegt og þetta fólk er ekki psychotic (úr tengslum við raunveruleikann)
B: Dramatic-Emotional: Mjög dramatísk í hegðun, notfæra sér aðra eða er sama um það, gjarnt á að gera sjálfum sér eða öðrum illt
o Antisocial: "Sækópatar", engin siðferðiskennd, hegðun sem brýtur gegn því sem er viðurkennt í samfélaginu, njóta þess að gera öðrum illt (sbr. Láki jarðálfur), mynda ekki eðlileg tilfinningasambönd við aðra, impulsívir (gæti tengst AMO, þ.e. athyglisbresti með ofvirkni), áhættusæknir, misnota oft áfengi og önnur lyf.
o Borderline: Óstöðugleiki einkennir þetta fólk. Óstöðugt skap (mjög hátt uppi eða mjög lágt niðri), óstöðug sjálfsmynd (ég er frábær/ömurleg) og mjög óstöðug sambönd við aðra (ég elska þig/hata þig). Er mjög þurfandi fyrir annað fólk og er paranoid um að aðrir yfirgefi það, er impulsívt og getur skaðað sjálft sig. Gjarnt á hugrof (dissociation).
o Histrionic: Þetta fólk er einnig óstöðugt í skapi og á í óstöðugum samskiptum við aðra. Ólíkt borderline er þetta fólk aftur á móti mjög athyglissjúkt. Reynir að draga athygli að sér, til að mynda með því að dramatísera/ýkja hlutina eða klæðast áberandi fötum.
o Narcissistic: Þetta fólk er sjálfumglatt og visst um eigið ágæti, og finnst lítið í annað fólk varið. Getur leitt til þess að það ofmetur getu sína og tekur að sér verkefni sem það ræður ekki við.
C: Anxious-Fearful: Gjarnt á að vera kvíðið og hrætt, en það sem fólk hræðist er mismunandi eftir persónuleikaröskunum
o Avoidant: Hræðsla við gagnrýni frá öðrum, svo fólk forðast samskipti við annað fólk. Finnst það vera óæðri öðrum.
o Dependent: Hræðsla við að vera eitt/missa tengsl við aðra. Mjög ósjálfstætt, lætur aðra taka ákvarðanir og gerir ekkert nema til þess að þóknast öðrum. Sætta sig frekar við ofbeldi en að missa ást annarra.
o Obsessive-Compulsive: Fullkomnunarsinnar, "kassóttir" og by-the-book.

Hætt við að hætta við

Fékk heiftarlegt stresskast og ætlaði að hætta við að fara í eitt prófið. Sem betur fer hætti ég við að hætta við. Hvað með það þótt einkunnirnar mínar verði ekki brjálæðilslega flottar? Það er skárra en að fresta útskrift og taka hundleiðinlegt sumarpróf, er það ekki?

8.12.04

Happy Sad

Þetta lag með Pizzicato Five er málið ef maður er eitthvað down í próflestrinum (shoobie-oobie-doo-wap, are you feelin' good or feelin' bad?).

Greeeeenj!

[Varúð: Algjörlega tilgangslaus póstur sem aðeins er æltaður til þess að fá útrás fyrir pirring] Þettersvoleeeeeeeeiðinlegt... Buhu. Nenni ekki að vera í prófum. Mig vantar virkilega gott baknudd núna. Óska hér með eftir því í jólagjöf.

6.12.04

Búin að fá jólavinnu

Fer að vinna í tómstundastörfum með 6-9 ára krökkum. Verður örugglega gaman. Vúhú, ég fæ að jólaföndra á launum (svona meðal annars allavega).

Tsk tsk...

Ekki er ég nú líkleg til að fara að brillera á þessum prófum, það segi ég satt. Þú þarna maður sem bjóst til próftöfluna mína, ég skal finna þig í fjöru! Ojæja, þetta hlýtur samt að ganga einhvern veginn, það gerir það alltaf...

4.12.04

Bush handtekinn í Kanada fyrir stríðsglæpi!

Djöfuls snilld!

Nú er klukkan 06:37 að morgni...

...og ég ekki enn farin að sofa. Ætla í raun að fá mér kaffi. Svona er að vera í próflestri. Það skrýtnasta við þetta er að mér finnst þetta bara frekar notó. Vaka á nóttunni, þegar enginn annar er á fótum. Já, notalegt.

3.12.04

Grein um sálfræði á íslenska Wikipedia

Var að skrifa grein á Wikipedia, sem reyndar er búin til úr grein sem Andri Fannar vinur minn skrifaði að mestu leyti (en með minni hjálp). Kíkið á, þeir sem hafa áhuga. Og eins og þið vitið er öllum frjálst að breyta henni ;-)

2.12.04

Ýtið hér til að skrá ykkur í afmælisdagabókina mína

Ætla að taka aðra rassíu í að láta fólk skrá sig í afmælisdagabókina mína. Svo ef ég þekki þig, skráðu þig.

Hlustið á þetta

2-3 Mb utanlandsdownload. En vel þess virði...

1.12.04

Kósý

Munar öllu að hafa svolítið kósí hjá sér þegar maður er að læra undir próf. Nú er ég með ilmkerti að hlusta á sálma með Elleni Kristjánsdóttur. Mjög notalegt.
Maður gleymir þá líka aðeins hvað það er ROSALEGA kalt hérna inni. Brrrrrr.