1.4.05

Gagnvirkni manns og tölvu: Nýtt nám í tölvunarfræði

Þetta finnst mér afar athyglisverð þróun. Það er greinilega komin ný námsleið í BS í tölvunarfræði, og þar er fólk látið taka hvorki meira né minna en 6 áfanga í sálfræði! Áfangarnir eru: Tölfræði 1, aðferðafræði, almenn sálfræði, greining og mótun hegðunar, skynjunarsálfræði og tölfræði 2. Vá, hvað ég hefði valið þessa námsleið ef hún hefði verið til þegar ég byrjaði í Háskólanum! Ég myndi að vísu bæta við lífeðlislegri sálfræði.

Þetta má svo sjá betur hér.