29.3.05

Áhyggjufulla móðir mín


Nú er mamma farin að hafa áhyggjur af nördaskap mínum, því hún las einhvers staðar að of mikið stress og lestur geti valdið heilaskaða sem aftur leiði til minnistaps. Prófessorar verða sem sagt í alvörunni prófessorslegir. Ég held að þetta sé rétt hjá henni, ég er nokkuð minnislaus á stundum. Ætti að tékka á mér hippocampusinn. Þetta getur samt komið sér vel, sérstaklega þegar maður leigir sér spólur. Ég man aldrei eftir myndum svo ég get séð þær aftur og aftur og aftur og alltaf koma þær mér á óvart. Ég er alveg eins og gullfiskurinn sem syndir um í búrinu sínu og finnst alltaf svo skemmtilegt að sjá nýjan og nýjan kastala (þeir eru svo fallegir). Blúbb, blúbb, blúbb.