9.12.04

Persónuleikaraskanir

A: Odd-Essentric: Líkjast fólki með geðklofa, en eru ekki algjörlega úr tengslum við raunveruleikann
o Paranoid: Treysta ekki öðrum, og sjá alls staðar vísbendingar um að vantraustið sé réttlætanlegt
o Schizoid: Kaldir og fráhrindandi, hafa engan áhuga á öðru fólki
o Scizotypal: Tilfinningalitlir og eiga í vandræðum með félagsleg samskipti (eins og Schizoid), en aðalvandamálið er skrýtin hugsun:
 Paranoia: Halda að annað fólk vilji gera þeim illt
 Ideas of reference: Halda að tilviljunarkenndir atburðir tengist þeim sérstaklega
 Odd beliefs/magical thinking: T.d. að halda að einhver geti lesið hugsanir þeirra
 Illusions: Næstum eins og ofskynjanir. Sjá t.d. fólk í mynstrinu á veggfóðrinu
 Að auki: Skrýtið eða brenglað tal, skrýtin hegðun (sem tengist oft skrýtinni hugsun), litlar tilfinningar eða tilfinningar sem passa ekki við aðstæður
 Er því mjög líkt geðklofa, og er e.t.v. á geðklofarofinu, en ekki eins alvarlegt og þetta fólk er ekki psychotic (úr tengslum við raunveruleikann)
B: Dramatic-Emotional: Mjög dramatísk í hegðun, notfæra sér aðra eða er sama um það, gjarnt á að gera sjálfum sér eða öðrum illt
o Antisocial: "Sækópatar", engin siðferðiskennd, hegðun sem brýtur gegn því sem er viðurkennt í samfélaginu, njóta þess að gera öðrum illt (sbr. Láki jarðálfur), mynda ekki eðlileg tilfinningasambönd við aðra, impulsívir (gæti tengst AMO, þ.e. athyglisbresti með ofvirkni), áhættusæknir, misnota oft áfengi og önnur lyf.
o Borderline: Óstöðugleiki einkennir þetta fólk. Óstöðugt skap (mjög hátt uppi eða mjög lágt niðri), óstöðug sjálfsmynd (ég er frábær/ömurleg) og mjög óstöðug sambönd við aðra (ég elska þig/hata þig). Er mjög þurfandi fyrir annað fólk og er paranoid um að aðrir yfirgefi það, er impulsívt og getur skaðað sjálft sig. Gjarnt á hugrof (dissociation).
o Histrionic: Þetta fólk er einnig óstöðugt í skapi og á í óstöðugum samskiptum við aðra. Ólíkt borderline er þetta fólk aftur á móti mjög athyglissjúkt. Reynir að draga athygli að sér, til að mynda með því að dramatísera/ýkja hlutina eða klæðast áberandi fötum.
o Narcissistic: Þetta fólk er sjálfumglatt og visst um eigið ágæti, og finnst lítið í annað fólk varið. Getur leitt til þess að það ofmetur getu sína og tekur að sér verkefni sem það ræður ekki við.
C: Anxious-Fearful: Gjarnt á að vera kvíðið og hrætt, en það sem fólk hræðist er mismunandi eftir persónuleikaröskunum
o Avoidant: Hræðsla við gagnrýni frá öðrum, svo fólk forðast samskipti við annað fólk. Finnst það vera óæðri öðrum.
o Dependent: Hræðsla við að vera eitt/missa tengsl við aðra. Mjög ósjálfstætt, lætur aðra taka ákvarðanir og gerir ekkert nema til þess að þóknast öðrum. Sætta sig frekar við ofbeldi en að missa ást annarra.
o Obsessive-Compulsive: Fullkomnunarsinnar, "kassóttir" og by-the-book.