15.4.05

Sumarvinnu reddað

Friðrik bauð mér aftur vinnu á Félagsvísindastofnun. Ég samþykkti það náttúrulega enda er fínt að vera þar. Ég sé meira segja fram á hugsanlegan möguleika á að geta stundum unnið úti í garði fyrst ég er nú komin með fartölvu (ef ég fæ einhvern tíma frið fyrir gróðurofnæminu og helvítis geitungunum).

Ég ætla að einsetja mér að:
a) vera ekki ofurölvi í starfsmannapartýum fyrir framan annað starfsfólk, stjórnmálafrömuð, rektorskandídat og formann félagsvísindadeildar (ólíkt því í fyrra).
b) rífa ekki risastórt gat á rassinn á buxunum mínum í starfsmannapartýum fyrir framan annað starfsfólk, stjórnmálafrömuð, rektorskandídat og formann félagsvísindadeildar (ólíkt því í fyrra).