2.4.05

Er hægt að múta ykkur með áfengi?

Ég fer örugglega bráðum (loksins!) að prófa þátttakendurna fyrir BA-verkefnið mitt, en ég sé fram á að það verði frekar erfitt að finna þá. Ég þarf nefnilega að prófa hvern þátttakanda í þónokkra klukkutíma, og verkefnið er örugglega ekkert sérlega skemmtilegt. Þess vegna var ég að spá hvort ekki væri bara hægt að múta ykkur með áfengi? Þið takið þátt í boring tilraun fyrir mig, og ég held rokna partý fyrir ykkur! Hvað segiði um það?