31.3.04

Tímavitleysa

Urg, aldrei eyðir maður tíma sínum í neitt af viti. Var 4 KLUKKUTÍMA að taka þátt í einhverri BA-rannsókn. Var sagt að hún tæki 1 1/2. Svo sofnaði ég á Bókhlöðunni. Var með ótrúlega stóran svefnblett á kinninni og hef örugglega slefað í stólinn líka! Heimilið lítur minna út eins og griðarstaður og meira svona eins og Tjernobilslys nr. 2. Gaman, gaman.

30.3.04

OK, þetta ætlar allt að reddast

Sem betur fer ætlar allt að reddast.

Borða nammi: check
Búa til bækling fyrir árshátíð: check
Selja miða: check
Kynna mér próf sem ég þarf að leggja fyrir: check
Taka myndir af gömlu fólki: check
Búa til protocol, tilviljunarval og úrvinnslublað: check
Fara í bað: check
Læra: Næst á dagskrá

29.3.04

Urrg, mikið að gera

Pleh, það hrúgast alltaf á mann verkefnin. Árshátíð og stúss kringum að skipuleggja hana, rannsókn sem við erum á síðasta snúningi með, skipulagning kosninga, prófafyrirlagning og já svo allt hitt í skólanum! Sé ekki fram á að líta í bók í eina og hálfa viku!!! Kvart, kvart... Hmmm, kannski ágætt að hafa svona bloggsíðu til að fá útrás á. Ætla líka að fá mér nammi, ha! Góð afsökun að það lagi stressið. Þegar ég fer að hugsa um það, þá held ég að ég taki fegins hendi öllum afsökunum sem hugsanlega er hægt að nota til að borða nammi. Ætla meira að segja ekkert að hafa fyrir því að ná mér í það, sendi kallinn út í sjoppu. Ha, aftur! Æ, Björn, þú ert góður ;-)

Ég plana svo að afstressast og koma mér í gott skap aftur. Þangað til, bless bless.

28.3.04

OK, nú er ég loksins búin að gefa upp vonina um að ég muni nokkurn tíma nenna að setja eitthvað inn á hina síðuna mína manually, svo hér kemur nýja bloggið mitt! Ég veit annars ekki af hverju ég er að setja þessa síðu upp, þetta á eftir að verða hrikalegur tímaþjófur :-O

Allavega, ég þurfti að hafa URLið mitt hrikalega langt (heidamariasig.blogspot.com) því öll önnur sem hugsanlega kæmu til greina voru upptekin, m.a.s. heidamaria.blogspot.com. Ég á sem sagt alnöfnu, sem er áhugavert út af fyrir sig, en hálfpirrandi í þessu tilfelli.

Í dag fór ég annars í fermingarveislu til Lárusar, bróður Björns Levís (til hamingju Lárus), át á mig gat, og tókst svo að kaupa gasalega flotta skó fyrir árshátíðina sem er um næstu helgi. Ég verð geeek gella ;-)

OK, nóg í bili, ætla að gera hundleiðinlegt skólaverkefni núna (og dást að skónum mínum, kannski).