28.3.04

OK, nú er ég loksins búin að gefa upp vonina um að ég muni nokkurn tíma nenna að setja eitthvað inn á hina síðuna mína manually, svo hér kemur nýja bloggið mitt! Ég veit annars ekki af hverju ég er að setja þessa síðu upp, þetta á eftir að verða hrikalegur tímaþjófur :-O

Allavega, ég þurfti að hafa URLið mitt hrikalega langt (heidamariasig.blogspot.com) því öll önnur sem hugsanlega kæmu til greina voru upptekin, m.a.s. heidamaria.blogspot.com. Ég á sem sagt alnöfnu, sem er áhugavert út af fyrir sig, en hálfpirrandi í þessu tilfelli.

Í dag fór ég annars í fermingarveislu til Lárusar, bróður Björns Levís (til hamingju Lárus), át á mig gat, og tókst svo að kaupa gasalega flotta skó fyrir árshátíðina sem er um næstu helgi. Ég verð geeek gella ;-)

OK, nóg í bili, ætla að gera hundleiðinlegt skólaverkefni núna (og dást að skónum mínum, kannski).