28.7.04

SPSS-nördaverðlaunin

Andri hringdi í mig í dag og sagði að ég hafi unnið! Jey! Í verðlaun fæ ég tannréttingar og gleraugu. Alltaf pláss fyrir meiri tannréttingar, eþaggi?

Hose Maria Jesus!

Samkvæmt lífsgildakönnunninni sem ég er að vinna úr niðri á Félagsvísindastofnun trúir:

40% fólks á Íslandi á endurholdgun, og
60% fólks á Íslandi trúir á hugsanaflutning!!!!!

Týpískt Íslendingar að segjast vera kristnir, en trúa svo á hóla og hæðir, stokka og steina :-)

Aðeins 4,5% eru yfirlýstir trúleysingjar. Ég er stoltur meðlimur í klúbbnum. Er samt líklega sami hræsnarinn og allir hinir, því ég hef aldrei drullast til að segja mig úr Þjóðkirkjunni.

23.7.04

Helvítis SPSS drasl!!!

Hendir bara úr breytunum mínum eins og því sýnist án nokkurrar augljósrar ástæðu, og gefur sömu niðurstöðu fyrir 3000 stök og 29000 stök. Urrrrr! Ljóta, ljóta forrit. Og jájá, forritinu kennir illur tölfræðigúrú, eða eitthvað. Samt pirr.

20.7.04

Dagurinn í dag

And in the first moment of her waking up
She knows she's losing it, yeah she's losing it
When the first cup of coffee tastes like washing up
She knows she's losing it, yeah she's losing it
Yeah she's losing it
 
(She's losing it, Belle and Sebastian)

19.7.04

10 frábær lög

1. Temptation (New Order)
2. I Believe in a Thing Called Love (The Darkness)
3. Love Will Tear Us Apart (Joy Division)
4. Last Goodbye (Jeff Buckley)
5. God is in the House (Nick Cave and The Bad Seeds)
6. Burning Down The House (Talking Heads)
7. The Girl From Ipanema (Getz & Gilberto)
8. Clocks (Coldplay)
9. Sharp Darts (The Streets)
10. Movin' on Up (Primal Scream)
 

16.7.04

Pah!

Gæðunum er nú ekki endilega skipt jafnt á milli manna... Á meðan borgað er meira en tvær milljónir á ári (eða var það önn?) með hverjum tannlæknanema fáum við félagsvísindanemar þrjúhundruð-og-eitthvað-þúsund á haus. Að sjálfsögðu skil ég þennan mun að einhverju leyti, því tækjakostnaður vegur líklega þungt, en komm on! Kennsla í fyrirlestraformi í stærsta salnum í Háskólabíói, þar sem hver áfangi fær ca. 1-2 klukkustundir á viku? Hverju á það að skila? Staðreyndin er bara sú að nám í félagsvísindadeild, að minnsta kosti í sálfræði, er meira eða minna jafngilt sjálfsnámi.

15.7.04

Stjórnmálaáttaviti

Svolítið sniðugt dót sem mér var sagt frá í vinnunni: Political Compass. Stjórnmálaáttavitinn mælir stjórnmálaskoðanir manns á tveimur víddum: Hægri-vinstri og authoritarian-libertarian. Fyrir forvitna er ég 5,5 stig í átt að vinstri og 5,5 í átt að libertarian.

14.7.04

Jarðfræði?!?

Hún Rósalind vinkona mín til margra ára heldur því fram að villa sé í "Hver er ég?" prófinu mínu, að ég hafi VÍST einhvern tíma ætlað að verða jarðfræðingur Ég man ekkert eftir þessu, hlýtur að vera ein af þessum bældu minningum sem allir eru alltaf að tala um. Það er bara of PAINFUL að muna þetta! Nei, OK, jarðfræði er allt í lagi, svona allavega þegar ég er hætt að þurfa að fara í tíma í henni. Líparít! Ólivín! Ólivín! Heklulög! Nei, úps, datt í smá trans, hlýtur að vera bælda minningin eitthvað að láta kræla á sér.

Smileys!

Var að fá mér fullt af brosköllum, cool, eh ? Ætla annars bara að fara að sofa, svo ég vakni nú einhvern tíma á morgun. Góða nótt!

Þekkið þið mig?

Æsispennandi!

13.7.04

Killer Monster Hamstur

Dreymdi í nótt þennan sæta hamstur... uuh, nema hvað að hann var með fjögur augu, tvö voru á hnakkanum, leit svolítið út eins og hárug tarantúla, þegar ég hugsa um það svona eftir á. Allavega, hann leit voðalega sakleysislega út þangað til ég tók hann upp. Þá kom nefnilega í ljós að hann var *dadadaDAAA tónlist* KILLER MONSTER HAMSTURINN!!! Hann læsti skoltinum í fingurinn á mér, það var ógeðslega vont (þeir sem segja að maður finni ekki fyrir sársauka í draumum geta troðið þeim upplýsingum þar sem aldrei sést til ljóss), og barasta hékk þar, það var ómögulegt að losna við hann. Svo á endanum þurfti ég að snúa hann úr hálslið. ENDIR.

11.7.04

Dú er ég med obbnæbi

Var á Högdasdödub og fékk sbaka obbnæbi. Aubigja ég...

10.7.04

Tequila! Daradaradaradda, daradaradaradadd...

Í gær var stjórnarskiptapartýið heima hjá Andra. Við Lilja (fyrrum) gjaldkeri gerðum dauðaleit að einhverju Margarítu mixi sem var algjölega ófáanlegt. Við fórum saman í fjórar búðir, og Lilja hafði áður farið í allnokkrar. Enduðum á því að redda okkur með einhverju Sweet and Sour mixi, sem við vissum svo sem ekkert hvað var, en bragðaðist alveg ágætlega. Andri mixaði þessu svo saman við mulda klaka, ferskan ananas, fersk jarðarber, lime-safa og tequila, og úr þessu komu þessar fínu frosnu margarítur.

Við ákváðum að gera mexikóskan mat með mexíkósku áfengi. Aldrei þessu vant tók ég þátt í eldamennskunni, en ekki var það nú merkilegt sem ég gerði, rétt skellti hakki á pönnu, en gott samt, hrikalega sterkt því Sigga píndi mig til að setja fullt af ferskum chilipipar með steinunum út í. Það fór alveg að renna úr nefinu á mér við þetta.

Að sjálfsögðu létum við margaríturnar ekki nægja heldur voru tekin nokkur góð staup. Tókum svo leigara á Hverfisbarinn og sungum "Det var brændevin i flasken" afar fallega fyrir bílstjórann. Dönsuðum eins og vitleysingjar, en Andri var ekkert að leyna því að hann fílaði ekki tónlistina þarna, stóð hálffýldur súr á svip. Finnst það skrýtið þar sem staðurinn Viktor virðist hafa eitthvert undarlegt aðdráttarafl fyrir hann, og sá staður er alræmdur fyrir hrææææðilega tónlistarstefnu. Honum tókst svo að lokum að draga okkur á Ellefuna, þar sem við hittum Baldur og Bjarka (sem mundi ekki hvað ég heiti, skamm). Andri tók þar næstum gleði sína á ný. Löbbuðum svo á Ölstofuna, þar sem við hittum Vöku.

Ég hefði alveg getað hugsað mér að vera lengur, ef ekki hefði verið fyrir þá hrikalega óþægilegu skó sem ég var á, svona gulir afar háhælaðir bandaskór. Ekki að ástæðulausu sem þeir hafa staðið óhreyfðir í svona tvö ár. Hafði um það að velja að fara undir AFAR þægilega dúnsæng heima hjá Baldri (hann á heima stutt frá bænum, ég hef fengið að gista hjá honum áður og þetta er geeeeðveik sæng) eða taka leigubíl með Helgu. Valdi seinni kostinn því það er nú alltaf gott að komast heim til karlsins síns. Við Helga tókum að vísu stutt stopp og keyptum okkur pre-þynnkumat. Helga heimtaði að borga leigubílinn (takk Helga). Fór svo heim og kúrði með lifandi ofninum mínum, honum Birni.

Nú erum við svo líklega að fara á Högnastaði með mömmu, pabba, Magga bróður og Ólöfu Svölu og Dögg dætrum hans.

6.7.04

Hahaha, það sést greinilega hvað ég skrifa um hér á síðunni minni, þar sem það eru farnar að birtast auglýsingar frá Blogger um tölfræðiúrvinnslu á henni.

Og fyrst ég er að tala um tölfræðiúrvinnslu, þá er ég búin að læra fullt af nýjum úrvinnsluaðferðum, þökk sé Jóni Gunnari kennara. Ég sendi honum nokkar spurningar sem ég vonaðist til að hann gæti svarað, en hann bætti um betur og bauð mér að koma til sín svo hann gæti bara sýnt mér návæmlega hvernig ætti að meðhöndla þetta. Svo nú er ég svaka klár og get talað um lógarithma, expónenta og odds ratio að vild ;-)

5.7.04

Og ég verð bara verri og verri

Vaknaði í "morgun" (aka hálftólf) næstum ennþá þunn. Drullaðist í vinnunna klukkan eitt... Veldur því að klukkan er að verða hálftíu og ég er að fara að halda áfram að vinna. Frekar ömó, svona.

4.7.04

Þunna, þunna Heiða

Úúúúffff...

3.7.04

Bara svona bull um daginn og veginn (aðallega daginn)

Í gær var ekkert djamm á mér þar sem Ólöf Svala litla frænka mín gisti hjá okkur Birni. Kvöldið gekk í staðinn út á að belgja sig út af nammi, ís og gosi ásamt því að gera heiðarlega tilraun til að gera augu okkar kassótt af vídeóglápi.

Í dag hef ég svo, án mikils sýnilegs árangurs, reynt að vinna. Læri að vísu heilmikið á þessu, sérstaklega tölfræði. Ætla svo að vera geekt dugleg og skella mér ein í ræktina, til að fá ekki eins mikið samviskubit yfir því að borða allan góða matinn sem ég veit að verður á boðstólum hjá Andra á eftir (já, það er rétt, hann er að halda enn eitt matarboðið).

Franz Ferdinand

Þumlar upp!

Minna mig á eitthvert samsull af Eighties europoppi (vona að ég fari rétt með þetta) og einhverju frá pönktímabilinu. Ætla allavega að kynna mér hljómsveitina frekar.