3.7.04

Bara svona bull um daginn og veginn (aðallega daginn)

Í gær var ekkert djamm á mér þar sem Ólöf Svala litla frænka mín gisti hjá okkur Birni. Kvöldið gekk í staðinn út á að belgja sig út af nammi, ís og gosi ásamt því að gera heiðarlega tilraun til að gera augu okkar kassótt af vídeóglápi.

Í dag hef ég svo, án mikils sýnilegs árangurs, reynt að vinna. Læri að vísu heilmikið á þessu, sérstaklega tölfræði. Ætla svo að vera geekt dugleg og skella mér ein í ræktina, til að fá ekki eins mikið samviskubit yfir því að borða allan góða matinn sem ég veit að verður á boðstólum hjá Andra á eftir (já, það er rétt, hann er að halda enn eitt matarboðið).