29.6.04

Uss, ég er lélegur bloggari

Ég er barasta orðin afar latur bloggari. Gæti skrifað heilmikið um utanlandsferðina mína en ég nenni því ekki. Hef að vísu þá afsökun að heilmikið er að gera í vinnunni, er náttúrulega alltaf vinnandi. Er líka farin að taka upp á því að vera dugleg í ræktinni með Olgu. Fórum í gær í Body Pump, svona lóða-thingy. Þetta er lúmskur tími, ég er allavega með massa harðsperrur núna, þótt ég hafi teygt vel á.

Laugardagurinn var skemmtilegur, fór að spila heima hjá Haffa, Valla og Eyjó með fullt af strákum. Þar var sötraður bjór (en ekki eins góður og úti). Röltum svo niður í bæ þar sem ég hitti Söru, Sollu og Olgu og slóst í för með þeim. Það eina sem vert er að segja frá er áhugavert atvik á Prikinu þar sem við Olga urðum vitni af því þegar tveir alnaktir karlmenn hlupu út af skemmtistaðnum og inn hliðargötu. Hvorugur var að hafa fyrir því að hylja sitt allra heilagasta.