9.6.04

Þreytt og lurkum lamin

Ég nennti ekki í vinnuna í Félagsvísindastofnun. Mér finnst afar fínt að vinna þarna, en ég ætlaði bara ekki að geta drullað mér á lappir vegna þreytu og harðsperra. Var til 22:00 að gera tilraun á grey Krúsa í gær, og kom ekki heim fyrr en klukkan 23:30. Ég er núna heima, ætla að vinna að Nýsköpunarsjóðsverkefninu mínu hér í næði. Þarf svo að taka á móti næsta fórnarlambi í tilraun um hádegið. Gagnasöfnun gengur vonum framar, ætla að reyna að klára hana fyrir utanlandsferðina. Hún er í næstu viku, á fimmtudeginum 17. júní. Þá tekur við laaaaaaangt flug. Ég er samt farin að hlakka mikið til, þetta á að vera afslöppunarferð, ekki stanslaust djamm (þótt það verði örugglega eitthvað).

En ég er víst ekki komin í frí ennþá, ætla að reyna að pína mig til að gera eitthvað að viti...