26.5.04

Hljóðeinangraði klefinn

Í gær fór ég í fyrsta sinn inn í hljóðeinangraða klefann í myrkasta skoti kjallara Odda. Varð að prófa hann almennilega, setti því puttana í eyrun og öskraði ærlega. Trítlaði til Árna boss í næsta herbergi og spurði hvort hann hefði heyrt nokkuð. "Já, smá..." sagði hann, og horfði á mig eins og ég væri geðveik.

Ég gerði mér fljótt grein fyrir að þessi hljóðeinangraði klefi býður upp á marga möguleika. Þegar ég sá nokkra hljóðnema og græjur inni í honum hugsaði ég mér gott til glóðarinnar; Þetta gæti sko orðið fyrirtaks karaoke-klefi, og klefinn er minn, minn, MINN!