9.6.04

Alltaf læt ég til leiðast

Þrátt fyrir hroðalega þynnku frá því ég djammaði síðast með Andra og Co: læri ég ekki af reynslunni. Ég er nebbla boðin í sálfræðigimpgrill hjá honum næstkomandi föstudag. Vonandi kemur enginn utanaðkomandi í þessa blessuðu veislu, geðheilsu þeirra vegna, því í þessu partýi verður sko bara talað um sálfræði (og enginn á eftir að skilja brandarana okkar).

Nú er ég annars stödd í Odda með Jóni Stefáni að pína hann í tilraunum. Pyntingarnar virka að vísu ekkert sérlega vel á hann, strákurinn er afar rólegur yfir þessu öllu saman. Gaf honum útrunnið kók, sem ég átti ekki einu sinni, og hann varð hæstánægður. Sumir eru nægjusamari en aðrir...