30.6.04

Sit hér í dýflissu Odda...

Nýjasti þátttakandinn í tilraununum mínum farinn (takk, Sverrir). Ætla mér að klára gagnasöfnun í þessari viku, verð að fara að snúa mér að öðru. Er komin með ýmis áhugaverð gögn sem þarf að vinna úr. Hef annars voða lítið að segja, er bara enn að dunda mér við að finna eitthvert hentugt doktorsprógramm í BNA. Hef fundið allnokkur áhugaverð, það síðasta varðandi stærðfræðilíkön um ákvarðanatöku í University of Ohio, minnir mig. Ætla líka bara að halda áfram að vinna, þýðir lítið að slóra, þá fer ég bara seinna heim í kvöld.

P.S. Hvernig skrifar maður eiginlega dýflissu, og hvers konar orð er það eiginlega?!?