13.7.04

Killer Monster Hamstur

Dreymdi í nótt þennan sæta hamstur... uuh, nema hvað að hann var með fjögur augu, tvö voru á hnakkanum, leit svolítið út eins og hárug tarantúla, þegar ég hugsa um það svona eftir á. Allavega, hann leit voðalega sakleysislega út þangað til ég tók hann upp. Þá kom nefnilega í ljós að hann var *dadadaDAAA tónlist* KILLER MONSTER HAMSTURINN!!! Hann læsti skoltinum í fingurinn á mér, það var ógeðslega vont (þeir sem segja að maður finni ekki fyrir sársauka í draumum geta troðið þeim upplýsingum þar sem aldrei sést til ljóss), og barasta hékk þar, það var ómögulegt að losna við hann. Svo á endanum þurfti ég að snúa hann úr hálslið. ENDIR.