10.7.04

Tequila! Daradaradaradda, daradaradaradadd...

Í gær var stjórnarskiptapartýið heima hjá Andra. Við Lilja (fyrrum) gjaldkeri gerðum dauðaleit að einhverju Margarítu mixi sem var algjölega ófáanlegt. Við fórum saman í fjórar búðir, og Lilja hafði áður farið í allnokkrar. Enduðum á því að redda okkur með einhverju Sweet and Sour mixi, sem við vissum svo sem ekkert hvað var, en bragðaðist alveg ágætlega. Andri mixaði þessu svo saman við mulda klaka, ferskan ananas, fersk jarðarber, lime-safa og tequila, og úr þessu komu þessar fínu frosnu margarítur.

Við ákváðum að gera mexikóskan mat með mexíkósku áfengi. Aldrei þessu vant tók ég þátt í eldamennskunni, en ekki var það nú merkilegt sem ég gerði, rétt skellti hakki á pönnu, en gott samt, hrikalega sterkt því Sigga píndi mig til að setja fullt af ferskum chilipipar með steinunum út í. Það fór alveg að renna úr nefinu á mér við þetta.

Að sjálfsögðu létum við margaríturnar ekki nægja heldur voru tekin nokkur góð staup. Tókum svo leigara á Hverfisbarinn og sungum "Det var brændevin i flasken" afar fallega fyrir bílstjórann. Dönsuðum eins og vitleysingjar, en Andri var ekkert að leyna því að hann fílaði ekki tónlistina þarna, stóð hálffýldur súr á svip. Finnst það skrýtið þar sem staðurinn Viktor virðist hafa eitthvert undarlegt aðdráttarafl fyrir hann, og sá staður er alræmdur fyrir hrææææðilega tónlistarstefnu. Honum tókst svo að lokum að draga okkur á Ellefuna, þar sem við hittum Baldur og Bjarka (sem mundi ekki hvað ég heiti, skamm). Andri tók þar næstum gleði sína á ný. Löbbuðum svo á Ölstofuna, þar sem við hittum Vöku.

Ég hefði alveg getað hugsað mér að vera lengur, ef ekki hefði verið fyrir þá hrikalega óþægilegu skó sem ég var á, svona gulir afar háhælaðir bandaskór. Ekki að ástæðulausu sem þeir hafa staðið óhreyfðir í svona tvö ár. Hafði um það að velja að fara undir AFAR þægilega dúnsæng heima hjá Baldri (hann á heima stutt frá bænum, ég hef fengið að gista hjá honum áður og þetta er geeeeðveik sæng) eða taka leigubíl með Helgu. Valdi seinni kostinn því það er nú alltaf gott að komast heim til karlsins síns. Við Helga tókum að vísu stutt stopp og keyptum okkur pre-þynnkumat. Helga heimtaði að borga leigubílinn (takk Helga). Fór svo heim og kúrði með lifandi ofninum mínum, honum Birni.

Nú erum við svo líklega að fara á Högnastaði með mömmu, pabba, Magga bróður og Ólöfu Svölu og Dögg dætrum hans.