6.7.04

Hahaha, það sést greinilega hvað ég skrifa um hér á síðunni minni, þar sem það eru farnar að birtast auglýsingar frá Blogger um tölfræðiúrvinnslu á henni.

Og fyrst ég er að tala um tölfræðiúrvinnslu, þá er ég búin að læra fullt af nýjum úrvinnsluaðferðum, þökk sé Jóni Gunnari kennara. Ég sendi honum nokkar spurningar sem ég vonaðist til að hann gæti svarað, en hann bætti um betur og bauð mér að koma til sín svo hann gæti bara sýnt mér návæmlega hvernig ætti að meðhöndla þetta. Svo nú er ég svaka klár og get talað um lógarithma, expónenta og odds ratio að vild ;-)