16.7.04

Pah!

Gæðunum er nú ekki endilega skipt jafnt á milli manna... Á meðan borgað er meira en tvær milljónir á ári (eða var það önn?) með hverjum tannlæknanema fáum við félagsvísindanemar þrjúhundruð-og-eitthvað-þúsund á haus. Að sjálfsögðu skil ég þennan mun að einhverju leyti, því tækjakostnaður vegur líklega þungt, en komm on! Kennsla í fyrirlestraformi í stærsta salnum í Háskólabíói, þar sem hver áfangi fær ca. 1-2 klukkustundir á viku? Hverju á það að skila? Staðreyndin er bara sú að nám í félagsvísindadeild, að minnsta kosti í sálfræði, er meira eða minna jafngilt sjálfsnámi.