14.7.04

Jarðfræði?!?

Hún Rósalind vinkona mín til margra ára heldur því fram að villa sé í "Hver er ég?" prófinu mínu, að ég hafi VÍST einhvern tíma ætlað að verða jarðfræðingur Ég man ekkert eftir þessu, hlýtur að vera ein af þessum bældu minningum sem allir eru alltaf að tala um. Það er bara of PAINFUL að muna þetta! Nei, OK, jarðfræði er allt í lagi, svona allavega þegar ég er hætt að þurfa að fara í tíma í henni. Líparít! Ólivín! Ólivín! Heklulög! Nei, úps, datt í smá trans, hlýtur að vera bælda minningin eitthvað að láta kræla á sér.