29.3.04

Urrg, mikið að gera

Pleh, það hrúgast alltaf á mann verkefnin. Árshátíð og stúss kringum að skipuleggja hana, rannsókn sem við erum á síðasta snúningi með, skipulagning kosninga, prófafyrirlagning og já svo allt hitt í skólanum! Sé ekki fram á að líta í bók í eina og hálfa viku!!! Kvart, kvart... Hmmm, kannski ágætt að hafa svona bloggsíðu til að fá útrás á. Ætla líka að fá mér nammi, ha! Góð afsökun að það lagi stressið. Þegar ég fer að hugsa um það, þá held ég að ég taki fegins hendi öllum afsökunum sem hugsanlega er hægt að nota til að borða nammi. Ætla meira að segja ekkert að hafa fyrir því að ná mér í það, sendi kallinn út í sjoppu. Ha, aftur! Æ, Björn, þú ert góður ;-)

Ég plana svo að afstressast og koma mér í gott skap aftur. Þangað til, bless bless.