18.9.04

BNA

Ég er búin að vera að pæla í hvert ég eigi að fara í framhaldsnám. Mig langaði eiginlega mest að fara til Norðurlandanna þar sem þar er svo þægilegt að vera, svo ég fór eitthvað að spyrja Friðrik, kennarann minn og fyrrum boss, hvort hann vissi um einhvern sem gæti bent mér á góða skóla þar. Hann brást snöggur við og sagði mér að ég ætti ekki einu sinni að velta fyrir mér þessum möguleika. Bestu skólarnir væru klárlega í Bandaríkjunum og ég geti fengið einhvern flottan styrk inn í flottan skóla, ekki að ræða annað! Svo ætli ég sé ekki á leiðinni þangað eftir eitt-tvö ár... Ekki beint uppáhaldslandið mitt, en fínt að einhver taki bara svona af skarið og hafi vit fyrir manni, þá þarf maður ekki að velta þessu fyrir sér fram og aftur eins og ég er búin að gera.