20.9.04

Human instinct

Ég mæli með BBC-þáttunum Human instinct sem eru sýndir í Sjónvarpinu á mánudagskvöldum. Þátturinn segir frá því hvernig eðlisávísun mannsins hefur áhrif á hegðun hans, og vitnað er í margar tilraunir úr félagssálfræði eða skyldum greinum. Því miður er aðeins einn þáttur eftir, en ég hvet alla til að fylgjast með honum næsta mánudag.