22.9.04

Búin að skila!

Loksins! Ég hef loksins skilað af mér lokaskýrslunni til Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Árni, umsjónarmaður minn, var mjög ánægður með hana. Hann hvatti mig til þess að fara með verkefnið á ráðstefnu, helst erlendis. 8-O Mér finnst það nú svolítið scary. Örugglega líka erfitt að fá einhvern til að fjármagna það. Sjáum nú samt til. En allavega, þetta er búið. Jibbí!