23.9.04

Hversu erfitt er eiginlega hægt að hafa þetta?!?

Díses! Ég var á fundi um nám í Bandaríkjunum áðan, og þvílíkt ferli! Umsókn um skólavist, próftaka, umsókn um vegabréfsáritun og allt sem því fylgir tekur meira en heilt ÁR! Og ekki nóg með það, Björn fær ekki að koma með mér nema hann sé sjálfur að fara í nám eða að við séum gift! Jafnvel þótt hann megi koma með mér þá fær hann ekki atvinnuleyfi. Þetta er svo hrikalega bjánalegt að það er ekki fyndið! Þetta gerir hlutina allverulega flóknari, og ég þarf að hugsa mig mjög vel um áður en ég tek ákvörðun um hvað ég á að gera. Eitt er víst, og það er að ég er EKKI að fara að húka í Bandaríkjunum í heil fimm ár án hans Björns míns, onei!