4.9.04

Áðan mjálmaði að mér kona

Í næsta húsi við okkur er sambýli geðfatlaðra. Í dag þegar við Björn vorum að ganga að bílnum okkar kom mættum við konu. Hún tók sig til og gelti að Birni og mjálmaði að mér. Frekar fyndið :-)

Þetta minnir mann samt á hvað geðfötluðum er oft lítið sinnt. Eitt nýlegt dæmi er til að mynda um mann á miðjum aldri með alvarlegan geðklofa sem er hættulegur sér og umhverfi sínu og á mjög bágt, en ekkert er hægt að gera því yfirvöldum er ekki heimilt að svipta hann forræði. Það eru margir aðrir í miklum vanda staddir, og það ætti að vera skylda stjórnvalda að gera eitthvað í þeirra málum.