28.8.04

Er ég ekki tölvutýpan?

Í Odda er búinn að vera stanslaus straumur af nördum, slánum og öðrum misgáfulegum mönnum inn í tiltekna stofu á annarri hæð. Ég var forvitin og spurði að lokum einn þeirra hvað væri nú eiginlega að gerast þarna. "Uuh, þetta er svona tölvufyrirlestur." sagð hann, en bætti svo við: "Ekkert sem þú hefðir áhuga á.", og hló svo eins og það væri alveg fráleitt.

Þetta fékk mig til að hugsa um hvað staðalímyndir eru ofsalega sterkar í fólki. Ég var bara ekki tölvutýpan fyrir þessum stráki.