27.8.04

Getur maður bara tengst hverju sem er?

Ég er núna heima hjá mömmu og pabba að skrifa þennan texta á nýju fertölvunni minni. Ég skil ekkert í því að ég skuli vera nettengd á annað borð. Ég er á einhverju þráðlausu neti sem ég veit ekkert hvaðan er ættað. Það er bara galopið fyrir aðgang, og hraðinn á tengingunni er þvílíkur! Vonandi er ég ekki að stela bandvídd frá einhverjum sem virkilega þarf á henni að halda.