21.8.04

Menningarnótt og fleira

Olga vakti mig kl. 9 í morgun. Fórum, svaka duglegar (og Olga svaka þunn), í ræktina kl. 10. Keyrðum niður í bæ í dýrðarveðri og fengum okkur í svanginn. Nú sit ég heima að vinna, því ég veit að ég mun verða með samviskubit í kvöld ef ég geri það ekki. Planið er að mæta til Kjartans og Hildigunnar niðri í bæ kl. 6 og fara að rölta kl. 9. Ætlum á tónleika Rásar 2, hlakka sérstaklega til að hlusta á Egó (fjöllin hafa vakað...). Svo verður bara örugglega tjúttað fram á nótt, er búin að sannfæra Björn um að það sé ekki besta leiðin til að spara pening að vera bílandi á Menningarnótt.