19.8.04

Löt í vinnu, dugleg í ræktinni

Nú er klukkan rúmlega eitt, og ég er ekki enn byrjuð að vinna. Það þýðir að ég neyðist til að skrifa skýrsluna mína langt fram á kvöld :-( Skýrslan mín [lokaskýrsla til Nýsköpunarsjóðs] er samt öll að koma til, það er bara erfitt að sitja allan daginn að einbeita sér að einhverju svona þegar veðrið er jafn gott og það er búið að vera undanfarið.

Annað er að segja af ræktarheimsóknum mínum. Mér finnst ég öll vera að styrkjast, og ég, sem og aðrir, er farin að taka eftir því að líkamsstaða mín er mun betri. Ég stend ekki jafn hokin og áður, að öllum líkindum vegna betri bakvöðva.

Svo eru það lokaverkefnispælingar. Við Andri erum að hugsa um að gera verkefnið saman, allavega ef við finnum eitthvað sem okkur finnst báðum spennandi. Eftir smá brainstorm datt okkur í hug að það gæti verið sniðugt að taka fyrir það sem fólk getur gert án meðvitundar (sem er alveg ótrúlega margt). Sjáum svo til hvað mér finnst um það verkefni eftir viku, ég er alveg ótrúlega fljót að skipta um skoðun.

Well, kaffið mitt er til (er hjá mömmu og hún er góð að dekra), svo ég ætla að fara að gera eitthvað af viti, tími til kominn.