4.8.04

Loksins loksins!

Ég held að mér hafi tekist að finna skítsæmilega úrvinnsluaðferð fyrir gögnin mín í Nýsköpunarsjóðsverkefninu mínu. Ég er búin að liggja yfir þessu í margar VIKUR, las heila bók um SPSS, er búin að skoða margar aðrar aðferðafræðibækur, tala við fullt af fólki í sambandi við þetta drasl, og prófa endalaust margar mismunandi úrlausnir. Fattaði loksins að þeim þarna í Nýsköpunarsjóði er örugglega alveg skítsama hvort ég nota einhverja tölfræði við verkefnið yfirleitt...