29.8.04

Ég held að ég sé komin með kaffieitrun

Hjólaði niður í Skeifu áðan og settist inn á Kaffi Mílanó. Ég skildi jakkann minn eftir heima því ég hélt að mér yrði svo heitt af því að puða á hjólinu. Þegar inn var komið var mér náttúrulega skítkalt, eins og mér einni er lagið, svo ég þambaði þessi heljarinnar ósköp af kaffi. Bleeeech! Mér er óglatt núna. Kaffi er EKKI hressandi í of stórum skömmtum.

Öllu skemmtilegra er að ég ákvað að nota tækifærið og kíkja í Rúmfatalagerinn. Ýmislegt sem leynist það, t.d. þrennar nærbuxur saman í pakka á 99 kr, og sex sokkabuxur á 299 kr. Allir þangað!