31.8.04

Haustnótt

Nú er klukkan að verða eitt um þessa ágústnótt. Það er haustlegt úti. Ég fer oft í dálítið sérstakt skap um dimmar haustnætur. Ágætis tilfinning og gamalkunnug. Ég sit hér ein að vinna að verkefninu mínu. Það er svo gott að sitja inni á meðan vindurinn gnauðar á glugganum.