30.9.04

Geggjuð uppskrift

Þetta er frábær og svaka auðveld uppskrift sem ég fann á bloggi cand. psych. nema. Við Björn breyttum henni þó samt örlítið í samræmi við eigin þarfir. Uppskriftin er fyrir fjóra.

4 kjúklingabringur
2-3 tsk Dijon sinnep (við notuðum Dijon hunangssinnep)
Estagon, eftir smekk
2 tsk Bearnaise essence
1 stk kjúklingakraftsteningur (stór)
Rúmlega hálf ferna matreiðslurjómi

Brúnið bringurnar vel og skellið svo ofangreindu út á. Látið malla við meðalhita í um 15 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og salati. Ég mæli með salati með fetaosti og kirsuberjatómötum. Mmmm.