30.11.04

Fyndnar typpamyndir

Frábær síða! Kíkið á fullt af skemmtilegum myndum af karlmannskynfærum.

26.11.04

Heiða kveður (í bili)

Þar sem prófin nálgast óðfluga ætla ég (að reyna) að taka mér bloggfrí þar til yfir lýkur, það er þar til 16. des.

Bæó.

23.11.04

Fleiri námsefnistölur

Gróflega áætlað þá sýnist mér þetta vera um 2500-3000 blaðsíður, og fæst af þessu er eitthvað sem er nóg að "renna bara yfir".

Rúmfræði námsefnis míns

Það er svo mikið lesefni fyrir lokapróf! Arrg! Ákvað að stafla öllum námsbókunum mínum upp og mæla staflann. Hann var 18x20x27 að stærð, eða 9720 rúmsentimetrar. Segir ykkur kannski ekki neitt, en þetta er allavega dágóður stafli. Grenj.

Nýr fídus á Google: Leit að vísindagreinum

Þetta er prufuútgáfa, en virðist virka fínt. Sniðugt í heimildaleit.

New Scientist

Skemmtilegar greinar fyrir almenning um nýjustu uppgötvanir í vísindum.

22.11.04

Eek!

Á næsta sunnudag er fyrsti í aðventu. Minnir mig óþægilega á hversu stutt er í próf *svitna*.

19.11.04

Tautology

Alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Þetta er uppáhalds nýja orðið mitt. ;-)

Glamur í tönnum

Glossið mitt og maskarinn voru orðin seigfljótandi þegar ég kom í skólann. Segir það ekki eitthvað um hversu kalt er úti í dag?

18.11.04

Wikipedia, enn á ný

Ég verð bara að dásama þessa síðu aftur, það er næstum allt á henni. Ef ég vil fræðast um eitthvað, þá er ég yfirleitt farin að taka hana fram yfir Google. Ótrúlega sniðugt!

Til hamingju Calvin & Hobbes

Þeir eiga afmæli í dag, og eru að ég held 19 ára.

Pi trainer

OK, þetta er að ég held mjög hættuleg heimasíða því hún er mjög ávanabindandi en er þess valdandi að maður leggur á minnið alls konar óþarfa og hefur ekki pláss fyrir annað mikilvægara í heilanum, svo sem próffræðina sem ég á að vera að lesa.

Ég er hér enn

...en hef bara frá voðalega litlu að segja, eða allavega ekki frá neinu sem ég nenni að tjá mig um. Er bara aðallega að reyna að manna mig upp í að fara út í kuldann, því ég er glorhungruð og þarf að skreppa í búðina. Æi, kannski lifi ég bara á loftinu. Og kaffi.

13.11.04

God Help America

Lesið þessa grein, hún segir allt sem segja þarf.

Næst á dagskrá

Það sem ég hef hugsað mér að tékka á á næstunni:

1. 11 minutes eftir Paulo Coelho, höfund Alkemistans, sem var nota bene frábær. Þessi lofar líka góðu, er aðeins byrjuð.

2. Tindersticks. Ég reyndi einhvern tíma fyrir löngu, en höndlaði ekki alveg röddina hjá söngvaranum. En maður á ekki að gefast upp, er það?

3. The Age of Intelligent Machines: Can Machines Think? eftir heimspekinginn Daniel Dennett. Alltaf gaman að pæla í þessu.

4. Consciousness eftir John Searle. Searle er þekktastur fyrir Kínverska herbergið, gagnrýni sína á réttmæti Turingprófsins á greind.

Lífsins leikur - Game of Life

Þessi leikur er við fyrstu sýn ekkert sérstakur, engir skotbardagar eða nekt og ömurleg grafík. Þessi leikur er þrátt fyrir það alveg stórmerkilegur. Leikurinn sýnir nefnilega að með því að láta atburði leiksins lúta einföldum reglum getur algjörlega tilviljanakennt ástand orðið kveikjan að flóknu og lifandi mynstri. Þetta gefur manni vissa innsýn í það hvernig hinn flókni heimur gæti hafa orðið til úr ástandi sem var tilviljunum háð með því að lúta einföldum náttúrulögmálum.

10.11.04

Veik?

Ég er eitthvað ofboðslega sloj, og með hvíldarpúls upp á 100 slög á mínútu (er vanalega með 60 slög). Ég neeeeenni ekki að verða veik.

William Hung - alvöru Idol-stjarna

Æ, þetta er nú svolítið fyndið. Þið verðið samt að hafa hljóðið á tölvunni ykkar.

Óþolandi ástand

Deila kennara og sveitarfélaga er enn einu sinni komin í rembihnút. Frekari viðræðum hefur verið frestað um hálfan mánuð. Það sér hver maður að þetta er óþolandi og óviðunandi ástand. Það er fullreynt að ekki er hægt að leysa þessa deilu með samningaviðræðum, kennarar sætta sig ekki við það sem sveitarfélögin bjóða. Ég er þess vegna orðin afar pirruð yfir sinnuleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þessu máli. Þó að ríkið hafi prangað grunnskólunum inn á sveitarfélögin er ekki þar með sagt að ríkið sé stikkfrítt og beri enga ábyrgð á að börn fái viðunandi menntun og að starfsstéttir fái mannsæmandi laun. FARIÐ AÐ GERA EITTHVAÐ!!!

8.11.04

Meira um nám

Það er annars bara það að frétta af námi mínu að það gengur afar treglega, dagarnir nýtast furðu illa. Það er ekki endilega að ég sé ekki að reyna, ég meina, við Andri vorum 10 tíma í gær að missa okkur í tölfræðigreiningu á ruslgagnasafninu okkar. Á að lesa tvær greinar fyrir morgundaginn og er varla byrjuð. Sé fram á skemmtilega nótt...

Helgin var skemmtileg, við Björn fórum til Ingibjargar, Ragga og Helga Eiríks í nýju íbúðina þeirra. Tilefnið var þó aðallega útskrift Ingibjargar, sem nú er orðin jarðfræðingur. Við fengum einstaklega góðan mat og bestu íssósu sem ég hef smakkað, sem bætti algjörlega upp fyrir hvað við Olga lentum í miklum hremmingum við það að reyna að finna gjöf handa elskunni. Á líka að vera mjög einföld: Frosin hindber, vatn og sykur, soðið saman í potti. Við fórum frekar snemma heim, en partýið lofaði góðu, allir farnir að dansa eins og þeir ættu lífið að leysa við Outkast og skemmtu sér konunglega.

Þú snýrð mér hring, hring, hring eftir hring, eins og geisladiskur

Já, ég snýst í hringi varðandi framhaldsnám. Er aftur farin að líta hýru auga til Bandaríkjanna, þrátt fyrir slysið sem sést í síðustu færslu minni. University of Michigan lítur enn vel út, samanber (ef einhver hefur áhuga):

The goal of the Certificate Program is to provide students:

background on neural and computational approaches to cognition, with particular emphasis on the methodological techniques currently being used;
background in substantive areas of interest, such as attention and memory; and
opportunities to develop analytic research skills in the context of collaborative and interdisciplinary research projects.
The Certificate Program includes a course curriculum: four core courses which emphasize cognitive-neuroscience methods and three elective courses in related areas. The Program also includes a research requirement.

Required Core Courses (choose four):
Psychology 634: Adv Topics in Human Neuropsychology
Psychology 643: Theory of Neural Computation OR
Psychology 644: Computational Modeling of Cognition
Psychology 808: Special Topics in Cognitive Neuroscience
Psychology 808: Methods in Cognitive Neuroscience

Electives (choose three):
Biomed 516/EECS 516: Medical Imaging Systems
Biostats 645: Time Series Analysis with Biomedical Applications
Biostats 845: Advanced Topics in Time Analysis
BME 499: Introduction to Functional MRI
Med Admin 571: Human Neuroanatomy
Neuro 601: Principles of Neuroscience I
Neuro 602: Principles of Neuroscience II
Neuro 701: Special Topics: Neuroimaging
Philosophy 540: Philosophy of Mind
Psychology 436: Drugs, Brain & Behavior
Psychology 500: Cognitive Neuroscience of Higher Mental Processes
Psychology 500: Developmental Biopsychology
Psychology 541: Left Brain/Right Brain
Psychology 808: Affective and Motivational Neuroscience
Psychology 808: Cortical Organization and Cognitive Function
Psychology 808: Current Topics in the Cognitive Neuroscience of Attention
Psychology 808: Current Topics in the Cognitive Neuroscience of Memory
Psychology 808: Event-Related Brain Potentials
Psychology 831: Neuropsychopharmacology of Substance Abuse
Psychology 908: Cognition and Aging
Psychology 908: Techniques and Issues in Neuropsychology

5.11.04

Give Bush a Brain

Vonandi hjálpar þessi leikur honum á komandi kjörtímabili...

Pabbar.is

Alltaf sniðugt að sjá svona skemmtileg skref í átt að jafnrétti.

Ekkert að frétta

Lífið gengur bara sinn vanagang hér á bæ. Björn er kominn aftur í vinnunna, þótt það verði nú skammvinnur vermir. Býst fastlega við honum aftur heim á þriðjudag. Ég sjálf geri barasta ekki neitt að viti, sef endalaust og læri lítið sem ekkert. Eitthvert eirðarleysi í gangi eða eitthvað. Kann líklega ekki alveg að stjórna tíma mínum. Jæja, gott fólk, ég ætla að reyna að breyta þessu eitthvað og fara að lesa í félagslegri sálfræði.

3.11.04

22 ára hún Heiða...

Hún er 22 ára í daaaaaaaaag. Til hamingju ég.

1.11.04

Æi, rassgat!

Vaknaði ALLLLLLT of seint í dag, þ.e. kl. þrjú. Fór líka að sofa kl. fimm. Þetta er bara orðið rugl! Svo þarf ég að mæta í afar mikilvægan umræðutíma eldsnemma á morgun. Lítur út fyrir að ég verði að fá lánaða eina svefntöflu hjá múttu minni...