13.11.04

Lífsins leikur - Game of Life

Þessi leikur er við fyrstu sýn ekkert sérstakur, engir skotbardagar eða nekt og ömurleg grafík. Þessi leikur er þrátt fyrir það alveg stórmerkilegur. Leikurinn sýnir nefnilega að með því að láta atburði leiksins lúta einföldum reglum getur algjörlega tilviljanakennt ástand orðið kveikjan að flóknu og lifandi mynstri. Þetta gefur manni vissa innsýn í það hvernig hinn flókni heimur gæti hafa orðið til úr ástandi sem var tilviljunum háð með því að lúta einföldum náttúrulögmálum.