5.11.04

Ekkert að frétta

Lífið gengur bara sinn vanagang hér á bæ. Björn er kominn aftur í vinnunna, þótt það verði nú skammvinnur vermir. Býst fastlega við honum aftur heim á þriðjudag. Ég sjálf geri barasta ekki neitt að viti, sef endalaust og læri lítið sem ekkert. Eitthvert eirðarleysi í gangi eða eitthvað. Kann líklega ekki alveg að stjórna tíma mínum. Jæja, gott fólk, ég ætla að reyna að breyta þessu eitthvað og fara að lesa í félagslegri sálfræði.