28.10.04

Mat fólks á sálfræði Frábær skemmtun fyrir mig að skoða

Við Andri erum að undirbúa rannsókn fyrir félagslega sálfræði, og lögðum því eins konar forrannsókn fyrir ýmist fólk. Margt skemmtilegt kom út úr því. Við spurðum meðal annars um hvaða orð ættu vel við sálfræði og hvaða orð ættu illa við. Fólk átti í miklum vandræðum með að finna það sem passaði illa við, og er það líklega okkur sjálfum að kenna. Ég ætla að nefna dæmi sem ég gat bara ekki með nokkru móti flokkað á vitrænan hátt:

Bensín
Bílar
Borð
Dálkar
Eignarhald
Ég
Fordæmi
Form
Gemsi
Hópar
Hljóðkort
Hönd
Forsætisráðherra
Gaffall
Hnífur
Kennaraverkfall
Oddi
Ofn
Orka
Óregla
Parket
Rafmagnssög
Ruggustóll
Saltkjöt
Sjónvarp
Sokkar
Stormur
Stóll
Suðurgata
Útrás
Vefmyndavél
Veggteppi
Ze Germanz

Einnig komu nokkrar skemmtilegar lýsingar á hvað sálfræði sé. Tvö dæmi um það eru:

"Sálfræði er fræðigrein sem fjallar um mannshugann og slíkt. Sálfræðingar eru frekar fokked up."

"Sálfræði gengur í stuttu máli út á það að túlka það sem ekkert er í löngu og flóknu máli. Persónulega finnst mér hún ekki hafa mikið á bak við sig annað heldur en
hugarburð og sögusagnir. Á hinn bóginn má segja að hún hefur mörgum hjálpað að
komast í gegnum erfiða tíma. Spurningin er samt sem áður sú hvort það sé vegna þess að sálfræðin sem slík sé að hjálpa eða hvort það sé staðföst trú manna á gagnsemi hennar. Sjálfur held ég hið síðara."