16.10.04

All play and no work makes Heiða a very happy girl

Var í klínuprófi í morgun, og gekk ekkert betur en bara svona skítsæmilega. Ákvað að eyða restinni af deginum í ekki neitt. Fór á búðarráp með Birni Leví (hann er dauðþreyttur eftir það, greyið, og er sofandi inni í herbergi), svo ætla ég í Sims 2 (jey) og nefndapartý þar á eftir (meira jey). Sem sagt, gaman gaman hjá mér, og enginn leiðinlegur lærdómur. :-D