5.10.04

Hvað er málið með þessar skattalækkanir?

Djöfull er ég pirruð yfir þessu. Heldur fólk virkilega að skattalækkun um tiltekna prósentu leiði til þess að allir græði á því? Það er ekki nóg með að í krónum talið verði lækkunin minnst fyrir þá sem hafa úr minnstu að moða, heldur eru blikur á lofti um að fjármagna eigi þessar skattalækkanir með óbeinni skattlagningu á hinn almenna borgara. Til að taka dæmi um þetta sem stendur mér nær þá á að hækka innritunargjöld í Háskóla Íslands um umtalsverðar fjárhæðir.

Herra Haarde hefur ekkert nema gott um skattalækkanir að segja, og telur að þetta hvetji fólk til að vinna meira. Fyrr má nú vera! Eru Íslendingar ekki þekktir fyrir að vinna óhóflega mikið nú þegar? Frábærar skattalækkanir sem gera landsmönnum kleift að vinna meira fyrir sömu lífsgæðum...