13.10.04

Það er bara ekkert sérstakt að gerast

Fór til tannsa sem gerði við skemmd, þarf að koma aftur á miðvikudaginn og láta gera við aðra. Svaka gaman. Er núna bara að reyna að halda mér vakandi til að geta lært undir próf. Týpískt að ég geti ekki vakað þegar ég á að gera það, en geti svo ekki sofnað þegar það er æskilegt. Svo er nefndapartý á laugardaginn, okkur í gömlu stjórninni er boðið. Alltaf gaman þegar einhver annar borgar fyrir mann djammið, ;-) maður verður nú að láta sjá sig.

Var að pæla með þetta framhaldsnámsvesen, ég er mikið að pæla í því hvort ég eigi kannski bara að skella mér strax næsta haust til Sverige í masters í próffræði eða einhverjum fjandanum, það tekur hvort sem er ekki nema svona tvö ár, og þá seinkar mér ekki nema um eitt ár ef ég fatta að þetta er bara eitthvað hræðilega ömurlegt... Och så blir det ju jättekul att snacka svenska igen, eller hur? :-)