9.10.04

Vinsæl hjá útlendingum

Ég skil þetta ekki alveg, það eru alltaf einhverjir útlendingar sem detta inn á síðuna mína, skilja náttúrulega ekki bofs í íslensku en senda mér samt póst án þess að þekkja mig neitt, sem yfirleitt er eitthvað á þessa leið: "Hæ, frábært blogg (þótt ég kunni ekki tungumálið þitt). Flott mynd/við eigum sama áhugamál/ég dýrka Ísland. Viltu skrifast á við mig?" Æi, ég veit það ekki, ég er kannski bara svona antisocial eða löt eða eitthvað, en mig langar ekkert að svara þessu fólki, finnst það bara frekar óþægilegt. Skrýtið líka hvað fólk virðist vera ófeimið við þetta...