8.11.04

Meira um nám

Það er annars bara það að frétta af námi mínu að það gengur afar treglega, dagarnir nýtast furðu illa. Það er ekki endilega að ég sé ekki að reyna, ég meina, við Andri vorum 10 tíma í gær að missa okkur í tölfræðigreiningu á ruslgagnasafninu okkar. Á að lesa tvær greinar fyrir morgundaginn og er varla byrjuð. Sé fram á skemmtilega nótt...

Helgin var skemmtileg, við Björn fórum til Ingibjargar, Ragga og Helga Eiríks í nýju íbúðina þeirra. Tilefnið var þó aðallega útskrift Ingibjargar, sem nú er orðin jarðfræðingur. Við fengum einstaklega góðan mat og bestu íssósu sem ég hef smakkað, sem bætti algjörlega upp fyrir hvað við Olga lentum í miklum hremmingum við það að reyna að finna gjöf handa elskunni. Á líka að vera mjög einföld: Frosin hindber, vatn og sykur, soðið saman í potti. Við fórum frekar snemma heim, en partýið lofaði góðu, allir farnir að dansa eins og þeir ættu lífið að leysa við Outkast og skemmtu sér konunglega.