Óþolandi ástand
Deila kennara og sveitarfélaga er enn einu sinni komin í rembihnút. Frekari viðræðum hefur verið frestað um hálfan mánuð. Það sér hver maður að þetta er óþolandi og óviðunandi ástand. Það er fullreynt að ekki er hægt að leysa þessa deilu með samningaviðræðum, kennarar sætta sig ekki við það sem sveitarfélögin bjóða. Ég er þess vegna orðin afar pirruð yfir sinnuleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þessu máli. Þó að ríkið hafi prangað grunnskólunum inn á sveitarfélögin er ekki þar með sagt að ríkið sé stikkfrítt og beri enga ábyrgð á að börn fái viðunandi menntun og að starfsstéttir fái mannsæmandi laun. FARIÐ AÐ GERA EITTHVAÐ!!!
<< Home