23.11.04

Rúmfræði námsefnis míns

Það er svo mikið lesefni fyrir lokapróf! Arrg! Ákvað að stafla öllum námsbókunum mínum upp og mæla staflann. Hann var 18x20x27 að stærð, eða 9720 rúmsentimetrar. Segir ykkur kannski ekki neitt, en þetta er allavega dágóður stafli. Grenj.