13.11.04

Næst á dagskrá

Það sem ég hef hugsað mér að tékka á á næstunni:

1. 11 minutes eftir Paulo Coelho, höfund Alkemistans, sem var nota bene frábær. Þessi lofar líka góðu, er aðeins byrjuð.

2. Tindersticks. Ég reyndi einhvern tíma fyrir löngu, en höndlaði ekki alveg röddina hjá söngvaranum. En maður á ekki að gefast upp, er það?

3. The Age of Intelligent Machines: Can Machines Think? eftir heimspekinginn Daniel Dennett. Alltaf gaman að pæla í þessu.

4. Consciousness eftir John Searle. Searle er þekktastur fyrir Kínverska herbergið, gagnrýni sína á réttmæti Turingprófsins á greind.