13.5.05

Athugið

Ég nenni eiginlega ekki að halda uppi þessari bloggsíðu og hef því fært mig á kjallararottur.blogspot.com.

15.4.05

Sumarvinnu reddað

Friðrik bauð mér aftur vinnu á Félagsvísindastofnun. Ég samþykkti það náttúrulega enda er fínt að vera þar. Ég sé meira segja fram á hugsanlegan möguleika á að geta stundum unnið úti í garði fyrst ég er nú komin með fartölvu (ef ég fæ einhvern tíma frið fyrir gróðurofnæminu og helvítis geitungunum).

Ég ætla að einsetja mér að:
a) vera ekki ofurölvi í starfsmannapartýum fyrir framan annað starfsfólk, stjórnmálafrömuð, rektorskandídat og formann félagsvísindadeildar (ólíkt því í fyrra).
b) rífa ekki risastórt gat á rassinn á buxunum mínum í starfsmannapartýum fyrir framan annað starfsfólk, stjórnmálafrömuð, rektorskandídat og formann félagsvísindadeildar (ólíkt því í fyrra).

14.4.05

Hehe, mér veitti nú ekki af þessu

Klukka sem mælir heilavirkni og vekur mann úr léttasta svefnfasanum. Fyrir þá sem hafa fengið nóg af því að snooza.

13.4.05

Stress

Ég var búin að gleyma hvað stress fer mikið í skapið í mér. Er búin að vera mjög jumpy í dag. Ákvað að afkúppla með því að taka til á skrifborðinu mínu. Nú sé ég virkilega í borðplötuna, en áður leit það svona út:

10.4.05

Ég hugsa mér hlut...

Hér er sniðugt tauganet sem leikur þennan leik. Þú hugsar þér hlut og tauganetið reynir að giska á hver hann er. Því tókst að giska rétt á það sem ég hugsaði mér. :-D

8.4.05

T-shirt hell

Ekkert mjög smekklegir en samt pínu fyndnir páfa-bolir.

6.4.05

Sniðugt sálfræði- og taugavísindablað fyrir almenning

Scientific American Mind