15.4.05

Sumarvinnu reddað

Friðrik bauð mér aftur vinnu á Félagsvísindastofnun. Ég samþykkti það náttúrulega enda er fínt að vera þar. Ég sé meira segja fram á hugsanlegan möguleika á að geta stundum unnið úti í garði fyrst ég er nú komin með fartölvu (ef ég fæ einhvern tíma frið fyrir gróðurofnæminu og helvítis geitungunum).

Ég ætla að einsetja mér að:
a) vera ekki ofurölvi í starfsmannapartýum fyrir framan annað starfsfólk, stjórnmálafrömuð, rektorskandídat og formann félagsvísindadeildar (ólíkt því í fyrra).
b) rífa ekki risastórt gat á rassinn á buxunum mínum í starfsmannapartýum fyrir framan annað starfsfólk, stjórnmálafrömuð, rektorskandídat og formann félagsvísindadeildar (ólíkt því í fyrra).

14.4.05

Hehe, mér veitti nú ekki af þessu

Klukka sem mælir heilavirkni og vekur mann úr léttasta svefnfasanum. Fyrir þá sem hafa fengið nóg af því að snooza.

13.4.05

Stress

Ég var búin að gleyma hvað stress fer mikið í skapið í mér. Er búin að vera mjög jumpy í dag. Ákvað að afkúppla með því að taka til á skrifborðinu mínu. Nú sé ég virkilega í borðplötuna, en áður leit það svona út:

10.4.05

Ég hugsa mér hlut...

Hér er sniðugt tauganet sem leikur þennan leik. Þú hugsar þér hlut og tauganetið reynir að giska á hver hann er. Því tókst að giska rétt á það sem ég hugsaði mér. :-D

8.4.05

T-shirt hell

Ekkert mjög smekklegir en samt pínu fyndnir páfa-bolir.

6.4.05

Sniðugt sálfræði- og taugavísindablað fyrir almenning

Scientific American Mind

5.4.05

Lok, lok og læs

Klukkan er hálffimm um nótt, ég er inni í Odda og kemst ekki út. Afar áhugaverð staða. Það ætla víst einhverjir vaktmenn að hleypa mér út á eftir. Var svo sem alveg búin að búa mig undir að sofa inni í Animuherbergi. Aðeins skemmtilegra, samt, að komast heim að lúlla.

2.4.05

Er hægt að múta ykkur með áfengi?

Ég fer örugglega bráðum (loksins!) að prófa þátttakendurna fyrir BA-verkefnið mitt, en ég sé fram á að það verði frekar erfitt að finna þá. Ég þarf nefnilega að prófa hvern þátttakanda í þónokkra klukkutíma, og verkefnið er örugglega ekkert sérlega skemmtilegt. Þess vegna var ég að spá hvort ekki væri bara hægt að múta ykkur með áfengi? Þið takið þátt í boring tilraun fyrir mig, og ég held rokna partý fyrir ykkur! Hvað segiði um það?

1.4.05

Gagnvirkni manns og tölvu: Nýtt nám í tölvunarfræði

Þetta finnst mér afar athyglisverð þróun. Það er greinilega komin ný námsleið í BS í tölvunarfræði, og þar er fólk látið taka hvorki meira né minna en 6 áfanga í sálfræði! Áfangarnir eru: Tölfræði 1, aðferðafræði, almenn sálfræði, greining og mótun hegðunar, skynjunarsálfræði og tölfræði 2. Vá, hvað ég hefði valið þessa námsleið ef hún hefði verið til þegar ég byrjaði í Háskólanum! Ég myndi að vísu bæta við lífeðlislegri sálfræði.

Þetta má svo sjá betur hér.